Fastir liðir að venju

Það er ýmislegt nýtt í fréttum þessa dagana en að bangsa frátöldum er samt eins og við höfum heyrt allar fréttirnar áður.

Hér er fjöld hinna föstu liða:
Það er fundin í sauðfé  riða.
Svo er rigningarspá
og verðbólgu vá
og fyrir austan er skilnaðaskriða.

Skilnaðir fyrir austan eru þó nýtilkomnir og munu fylgifiskar álvers og umsvifa ef marka má fréttir Sjónvarpsins í kvöld.

Þó er fréttin um viðbyggingu við geimstöðina stóru ekki alveg fastur liður.  Ég skannaði fréttina í hvelli og sá mér til gleði að með viðbyggingarpakkanum komu varahlutir í klósettið sem er búið að vera bilað hjá þeim í margar vikur.  Það var ekki skrítið þó að geimfarinn Hoshide væri glaður þegar hann talaði til jarðar í dag.

Úr helju er Hoshide sloppinn
og fer hamingjustraumur um kroppinn;
viðgerð er frá

og fljótlega þá
langþreyttur kemst hann á koppinn.

Ég veit ekkert um geimferðir  og veit ekki og vil ekki vita hvernig málin hafa verið leyst þessar klósettlausu vikur en samgleðst bara Hoshide blessuðum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband