8.6.2008 | 23:13
Leikir og fléttur
Það var fámennt á stígum borgarinnar þegar við hjónin fórum í hjóltúr um kvöldmatarleytið. Ástæðan mun hafa verið sú að menn sátu inni við og horfðu á Makedóníumenn busta handboltaliðið sem við í síðustu viku kölluðum "strákana okkar" en köllum nú skussa.
Þeir reimuðu í skyndingu skóna
er á skjáinn menn tóku að góna.
Ekki var félegt,
ástand og lélegt
og þeir unnu ekki Makedóna.
Í gær dró hinsvegar til tíðinda í borginni. Enn einu sinni kallaði borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins á ljósmyndara til að mynda fjall með jóðsótt. Nú var það trúðurinn Villi sem sagði það sem allir vissu: "Ok - ég gefst upp, Hanna Birna má vera borgarstjóri mín vegna". Hún brosti þakklát enda búin að þrauka lengi. Og svo gaf Vífill öllum kampavínið sem hann var búinn að kaupa í þeirri von að Villi ætlaði honum stólinn.
Þorrann og góuna þreyði hlín
þó oft henni byrgði reiði sýn.
Nú uppskar með fífli
veislu hjá Vífli
sem veitt af rausnarskap freyðivín.
En nú þarf frúin ekki að byrgja reiðina inni lengur og getur farið að gelta á sitt fólk og okkur öll.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.