Skattalöggan

Mér sýnist að í Ungverjalandi glími menn við mál sem tekur öðrum fram, meira að segja Baugsmálinu.  Skattheimtumenn þarlendir eru að taka  út klámmyndaframleiðanda og þurfa af því tilefni að horfa á gífurlegt magn af framleiðsluvöru hans til að meta hvort rétt hafi verið talið fram.  Auðvitað kvarta þeir.

Í vinnunni stöðugt menn stríða
og stressi það veldur og kvíða.
Af auðmjúku hjarta
ungverskir kvarta
því skatturinn skyggnast þarf víða.

Stöðugt þeim stendur  - til boða
strípaða leikara‘ að skoða,
en þó að í bráð
það reynst geti ráð
í lengd veldur deyfð bæði‘ og doða.



 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband