11.6.2008 | 23:13
Erlendar fréttir
Í erlendum fréttum er það helst að leikarinn Georg Clooney (hjartaknúsari úr ER í gamla daga) sagði upp vinkonu sinni til tveggja ára í vikunni. Ástæðan mun vera sú að hún fór í brjóstastækkun að honum forspurðum. Ekki veit ég hvað hann hefur á móti stórum brjóstum en maður getur þó látið sér detta ýmislegt ú hug:
Það sást þegar fötum hún fækkaði
hvað hún fríkkaði er barmurinn stækkaði
en ekki fannst gaman
Gogga að þeim saman-
burði því böllurinn smækkaði.
Annað sem ég las í dag i mbl. er að það er "auðveldara að skjóta í útlöndum". Kemur mér ekki á óvart. Ég er þeirrar skoðunar að það sé allt betra í útlöndum; veðrið, verðið, maturinn og að ekki sé talað um evruna sem er víða að finna erlendis.
Ef villibráð helst viltu hljóta
og hennar á jólunum njóta
þá farðu úr landi
því lítill er vandi
í útlöndum skepnur að skjóta.
Það stóð reyndar ekkert um að það væri auðveldara að hitta - sennilega væri ég jafn óhittin þar og hér.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.