Björn Skagan

Fréttir dagsins voru endurtekið efni; hvítabjörn kominn á land á Skaga.  Nú eru allir að reyna að bregðast rétt við - jafnt löggur, bændur, blaðamenn og ráðherrar.  Fyrsta sem mér datt í hug var að allt færi sem fyrr og forvitnin í Skagfirðingum dræpi þennann bangsa eins og bróður hans um daginn.

U
mferðin úti á Skaga
aukast mun komandi daga
uns aumingjans björn-
inn asnast í vörn
og menn drep‘ann án dóms og laga.

En þá fóru að berast fréttir af því að íslenskir bankamenn sem enn eiga aura hefðu ákveðið að koma bangsa til bjargar.  Það er lítil og sæt auglýsing og örugglega betra en aðrar og hefðbundnari auglýsingar.

Í hendingu leita hófa fór
enda hagkvæm auglýsing, lófastór.
Án þess að hangsa
bjargar nú bangsa
Bjöggi og félag hans Novatór.

Gott þegar vextirnir og þjónustugjöldin fara í eitthvað af viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband