19.6.2008 | 00:20
Fitubollublogg
Í dag hef ég verið að lesa mér til um óperusöngkonuna Deborah Voigt. Hún söng hlutverk Ariadne of Naxos í Covent Garden í fyrrakvöld, fjórum árum eftir að henni var neitað um hlutverkið vegna þess að hún þótti of feit. Í dag er hún fín í laginu enda sagt að hún hafi misst fjörutíu kíló á þessum fjórum árum. Myndasafn á netinu staðfestir að hún hafi verið orðin ansi þétt og því er gaman að hún skuli hafa náð þessum árangri.
Stöðugt hún þyngdist og þéttist
þar til að uppsögnin fréttist.
Nú fljótt maður sér
að hún flottari er
því um fjörutíu kíló hún léttist.
Mér finnst hinsvegar merkilegt að lesa blogg fólks um fréttina á mbl. í dag. Þar eru allir hneykslaðir á að hún skuli hafa verið látin róa á sínum tíma og jafn hissa á því að hún skuli kæra sig um að syngja aftur í London. Mér finnst það hinsvegar lýsa þroska og vona að listakonunni takist að halda sér í formi sem lengst.
Man annars enginn eftir Guðrúnu Á Símonar og Sigulaugu Rósinkrans?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.