27.6.2008 | 00:40
Heilsufar aldraðra
Heilsufar mitt hefur oft verið betra. Ég var að drepast í gær og sem ég var að velta fyrir mér hvort ég væri heldur komin með berkla eða bráðaberkla las ég fréttir frá Garðabæ um að þar hefðu fundist dýrabein sem grunur léki á að væru sýkt af miltisbrandi. Meira þurfti ekki til; ég fór beint í rúmið sannfærð um að vindurinn hefði fært mér sýkingu úr Garðabænum.
Heilsufars- hrjáir mig -vandi
ég er hás og í lélegu standi.
Úr þarf að skera
en ég ætla það vera
einkenni á miltisbrandi.
Ég var að sjálfsögðu of veik til að geta bloggað um þessi sjúkdómseinkenni í gær. En í morgun leið mér betur og er eiginlega viss um að þetta sé frekar kvef en berklar eða miltisbrandur.
Víkur þá sögum að gamlingjanum Hugh Hefner. Hann heldur sem kunnugt er lítið kvennabúr með ungpíum til að leika sér að/við. Nú kvartar hann yfir bakverk - eins og svo margir aðrir á hans aldri.
Með þrjár er hann telpur í takinu
að tuskast og kela á lakinu:
Ekkert þó fær
fyrir æfingar þær
nema endemis verki í bakinu.
Hann ætti kannski að fara að minnka við sig.
Heilsufars- hrjáir mig -vandi
ég er hás og í lélegu standi.
Úr þarf að skera
en ég ætla það vera
einkenni á miltisbrandi.
Ég var að sjálfsögðu of veik til að geta bloggað um þessi sjúkdómseinkenni í gær. En í morgun leið mér betur og er eiginlega viss um að þetta sé frekar kvef en berklar eða miltisbrandur.
Víkur þá sögum að gamlingjanum Hugh Hefner. Hann heldur sem kunnugt er lítið kvennabúr með ungpíum til að leika sér að/við. Nú kvartar hann yfir bakverk - eins og svo margir aðrir á hans aldri.
Með þrjár er hann telpur í takinu
að tuskast og kela á lakinu:
Ekkert þó fær
fyrir æfingar þær
nema endemis verki í bakinu.
Hann ætti kannski að fara að minnka við sig.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.