Einu sinni á ágústkvöldi...

Síðasti laugardagur var mikill brúðkaupsdagur.  Pör gengu unnvörpum saman í hjónaband (hjónabönd?) en aðdragandinn var þó mislangur.  Þannig var fólk í tjaldi á Tálknafirði sem ákvað að það vildi ekki lifa lengur í synd og skelltu sér til prestsins.  Þau voru í lopapeysum og gúmmískóm en ég spái því að hjónabandið eigi eftir að endast betur en mörg önnur.  Hjónin eiga örugglega oft eftir að flissa yfir dagsetningunni og uppátækinu:

Síðar ef þrasa og þrátta
þeirra mun  leiðin til sátta
dagsetning sú
er fröken varð frú:
08 08 08

Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur verið í fjölmiðlum dagsins.  Sjálfstæðismenn leita nú leiða til að losna við Óla sem er í banastuði daga og ekki síður nætur ef marka skal Fréttablaðið.  Gísli Marteinn virðist búinn að fá nóg og ætlar að hafa vetursetu í Skotlandi.

Eitthvað þarf efalaust að sýsla
þó illgjarna heyri ég hvísla
að Hanna  hin firna
fúllynda Birna
á flótta‘ hafi  rekið hann Gísla.

En svo féttist að hann ætlaði í nám.  Hann er búinn að vera í 10 ár (?) að klára BA ritgerð en ætlar sér svo ár í MA - með hléum því hann ætlar að fljúga heim á fundi borgarstjórnar - hræddur um sætið að sjálfsögðu.

Menn segja hann Gísla geyst fara
að glíma við nám til meistara
því með titilinn B
A tæplega sé
en líklegast verður það leyst bara.

Auðvitað fer drengurinn létt með að klára BA ritgerðina fyrir haustið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband