Bull, þvæla og vitleysa

Bull. þvæla og vitleysa sungu Roof Tops í mínu ungdæmi og þeir sungu líka um ruglaðan draum.... ætli borgarstjórn Reykjavíkur sé ekki ruglaður draumur.

Veraldargengi er valt
og veit nú hvað mest um  það allt
Óli, hvern særðu
þau sömu‘ og hann mærðu
og í sárin nú láta þau salt.

Þjóðin fylgdist agndofa með bullinu í dag en það kom mönnum svo sem ekki á óvart að Framsókn skyldi selja sig eina ferðina enn.

Megn er af málinu stækja;
maddaman kemur sem hækja
íhaldsins enn
og aftur sjá menn
að Framsókn er drusla og dækja.

Nú er bara spennandi að sjá hvað þeir selja sig dýrt. Eitt virðist þó augljóst:  Alfreð kemst til valda að nýju í orkuveitunni.  Hann var kampakátur í sjónvarpinu í kvöld enda sigurvegari dagsins.

Klárlega augljóst vér ötlum
að æst sínum fleygi nú pjötlum
Framsókn til þess
að frískur og hress
Alfredo kjöt-  ráði  -kötlum.

Í þessari síðustu limru er endarímið tekið ófrjálsri hendi - að ég held frá Kristmanni Guðmundssyni en það getur verið misminni mitt?

Ég er annars komin norður á Akureyri og ætti kannski að heilsa upp á bæjarstjórann hér, Sigrúnu, og sækja um pólitískt hæli?

Það er ekki langt frá ég æli
en ógeðið niður ég bæli:
Sæmst mér nú væri
til Sigrúnar færi
og sækti  um pólitískt hæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband