16.8.2008 | 23:46
Lok í roki
Í dag vann Óli F. að líkindum sitt síðasta verk sem borgarstjóri. Hann mætti fölur og fár og klippti á borða við enduropnun Skólavörðustígs sem hefur verið lokaður vegna viðgerða í allt sumar. Það var rok og rigning á myndum sjónvarpsins og ekki virtust margir mættir að fylgjast með borgarstjóra sínum.
Í skjólin er flest öll fokið
og ferlinum telst nú lokið.
Á borðann hann klippti
öxlum svo yppti
og hvarf út í regnið og rokið.
Ég tek mér hér skáldaleyfi og læt hann rölta út í rigninguna sem er svona íslenskt tilbrigði við lokaatriði kúrekamynda þar sem hetjan ríður inn í sólarlagið.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.