Fjórðungsdómur

Það beið blaðabunki þegar ég kom heim úr helgarferð í sólina (norður).  Ég leit á bunkann og efst var Fréttablaðið með mynd af Hönnu Birnu og Skara og fyrirsögninni:  Meiri steypa.

Þau samninginn  tjasla og teipa
og telja‘ okkur við því gleypa.
En býsna var rétt
forsíðufrétt;
með  fyrirsögn  „Meiri steypa“

Þegar nánar var að gáð var þetta ekki fréttaskýring við myndina heldur óskyld frásögn af því að þrátt fyrir samdrátt í þjóðfélaginu hefði selst meiri steypa í ár en í fyrra. 

En það breytir því ekki að þrautaganga þeirra skötuhjúa er rétt að byrja.  Fréttablaðið í dag sagði frá skoðanakönnun sem ekki er beinlínis hægt að segja að hafi verið þeim uppörvandi:  25% stuðningur.

Þau byggja á  óskhyggju og órum,
oflæti og metnaði stórum
En manið það ljósa
og karlangann kjósa
ætlar sér  einn af  fjórum.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband