19.8.2008 | 22:47
Hitnar í kolunum - fyrir alvöru
Í dag tók þinghúsið í Kaíró að brenna. Það varð sem betur fer ekki manntjón en einhverjir hlutu reykskaða. Ekki er getið um eldsupptök en nærtækt er að ætla að hitnað hafi í kolunum. Í framhaldi af því er svo hægt að gleðjast yfir góðum brunavörnum í ráðhúsi okkar Reykvíkinga og ekki síður því hve duglegir borgarfulltrúar hafa verið að æfa sig í brunastigunum upp á síðkastið.
Í ráðhúsi fylgjumst með rolunum
rífast um aðgang að molunum.
En í Egyptalandi
er allmeiri vandi
því þar hefur kviknað í kolunum.
Samstaða sjálfstæðismanna í borginni er ekki upp á marga fiska frekar en endranær. Nú skamma þeir Gísla Martein - ekki fyrir að yfirgefa sökkvandi skip heldur fyrir að ætla sér að koma til baka af og til og hjálpa til við austurinn. Sveinn Andri er hneykslaður í einhverju blaðinu í dag en það er nú maður sem enginn vill fá á móti sér og því á Gísli á samúð mína alla.
Nú Gísli er greyið í klandri
því grimmur er Sveinn við hann Andri.
Sig tjáir í frétt
og telur ei rétt
að vera á flakki og flandri.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.