Mannaval

Í dag rættist langþráður draumur ungrar íhaldskonu í Reykjavík.  Hún var gerð að borgarstjóra eftir mikið japl og jaml og fuður.  Skrípaleikurinn náði svo hámarki þegar framsóknarmenn voru að innheimta launin fyrir meðleikinn.  Þeir eru svo fáir að það lá við að þeim tækist ekki að manna þau embætti sem þeir fengu í sinn hlut:

Í framsókn menn leituðu lon og don
og loksins fannst Guðlaugur Sverrison
í fjórtánda sæti
seggurinn mæti
er telst núna B - listans björtust von.

Þetta var nú samt ekki það hallærislegasta sem gerðist í dag.  Enn verra er að hlusta á glókollinn Gísla Martein útskýra að það sé ástæðulaust að mæta á alla fundi borgarstjórnar - það geri enginn.  Ekki mikið þó árangurinn sé ekki upp á marga fiska ef borgarfulltrúar líta á starfið sem einhverja aukastærð sem hægt sé að sinna í hjáverkum.

Í söfnuði Hönnu‘  upp til hópa
helbera finna má glópa:
Sig þessir stæra,
kollótta kæra
og kjósa á fundum að skrópa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Segðu, svona er metnaðurinn að sinna störfum sínum, ekki gott siðgæði.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Segu!

Jóna Guðmundsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Eða öllu heldur:  Segðu!

Jóna Guðmundsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband