23.8.2008 | 23:48
Gull og gersemar
Ég var svolítið dómhörð í limru gærdagsins. Auðvitað finnst mér árangur landsliðsins frábær og gaman að því að við skulum í það minnsta vera silfurverðlaunahafar á Ólympíuleikum. Sama hvernig fer hefur þessi keppni verið mikil upplifun fyrir alla sem fylgst hafa með og henni og ekki spillir fyrir að möguleikar á gulli eru til staðar - að minnsta kosti í nokkra klukkutíma til viðbótar.
Við hógvær til morgunsins hlökkum
og handboltaveisluna þökkum.
En það er ekki bull
nú getum við gull
úr greipunum hrifsað af Frökkum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Ísland.
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.