Loksins, loksins

Ég leyni því ekki að þrátt fyrir bjartsýna daga með boltaleik hef ég áhyggjur af þjóðmálum.  Ég hef haft áhyggjur af vaxtaokri, verðbólgu og aðgerðaleysi í efnahagsmálum yfirleitt. 

En ekki lengur.  Fjölmiðlar greina nefninlega frá því að sjálfur Guðni Ágústsson hyggist taka á þessum málum.  Það var vonum seinna eftir stjórnarsetu í tugi ára en þá var vísast ekki lag.  Nú er lag og hann hyggur á gríðarlega fundaherferð um landið.  Hann verður í Borgarnes, Skagafirði og meira segja í Hraungerðishreppi og þá þarf nú ekki lengi að bíða eftir því að ástandið batni og velmegun aukist á ný.
 
É
g róleg á beð mínum blunda
uns bjartsýn til vinnu ég skunda
Allt mun nú blessast
og Eyjólfur hressast
því hann Guðni er farinn að funda.

Þetta og svo silfrið - betra verður það varla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband