26.8.2008 | 22:36
Lendingar og vendingar
Enn ein hátíðin verður haldin í miðborg Reykjavíkur á morgun. Þá koma handboltahetjurnar heim og landsmenn munu vafalaust flykkjast á strætin til að hylla sína menn. Ég held nú að ég fari frekar út að skokka en það er þó aldrei að vita - ég fór í bæinn þann 17. júní, á Menningarnótt og að sjálfsögðu á Gay Pride. Þetta verður reyndar svipað upplegg og á Gay Pride; flottir strákar á bílpalli, Páll Óskar að syngja og allir í stuði nema þá örgustu fýlupokar.
Einhverjum hugnast það eigi
ég ykkur í trúnaði segi:
Að lýðurinn fagni
liði á vagni
sem hommum á hinsegin degi.
Ég las viðtal við nýja borgarstjórann í einhverju sunnudagsblaðanna. Það lýsti hún þeirri skoðun sinni að flugvöllurinn ætti að fara fljótlega því þar væri besta byggingarlandið (ef ég las rétt). Í morgun vaknaði ég svo við að sami borgarstjóri var í útvarpinu að lýsa því yfir að flugvöllurinn væri ekki að fara neitt - að minnsta kosti ekki fyrr en eftir 2024.
Nú les ég hinsvegar á mbl. að silfurverðlaunahafarnir eigi að lenda í Vatnsmýrinni á morgun. Þar með hefur flugvöllurinn í eitt skipti fyrir öll sannað tilverurétt sinn meðal okkar óbreyttra og má alls ekki fara; það gætu fleiri verðlaunahafar þurft að nota hann í framtíðinni.
Nú vísum við bulli á bug öll
og baráttu- fyllumst -hug öll:
Fyrir handboltalið
verndum sko við
í Vatnsmýri að eilífu flugvöll.
Einhverjum hugnast það eigi
ég ykkur í trúnaði segi:
Að lýðurinn fagni
liði á vagni
sem hommum á hinsegin degi.
Ég las viðtal við nýja borgarstjórann í einhverju sunnudagsblaðanna. Það lýsti hún þeirri skoðun sinni að flugvöllurinn ætti að fara fljótlega því þar væri besta byggingarlandið (ef ég las rétt). Í morgun vaknaði ég svo við að sami borgarstjóri var í útvarpinu að lýsa því yfir að flugvöllurinn væri ekki að fara neitt - að minnsta kosti ekki fyrr en eftir 2024.
Nú les ég hinsvegar á mbl. að silfurverðlaunahafarnir eigi að lenda í Vatnsmýrinni á morgun. Þar með hefur flugvöllurinn í eitt skipti fyrir öll sannað tilverurétt sinn meðal okkar óbreyttra og má alls ekki fara; það gætu fleiri verðlaunahafar þurft að nota hann í framtíðinni.
Nú vísum við bulli á bug öll
og baráttu- fyllumst -hug öll:
Fyrir handboltalið
verndum sko við
í Vatnsmýri að eilífu flugvöll.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.