Erlendar fréttir

Góðar fréttir voru í dag frá henni Ameríku fyrir vestan.  Þar fór betur en á horfðist þegar fellibylurinn Gústav stefndi á borgina New Orleans.  Minnugir atburðanna þegar Kata fór þar yfir fyrir þremur árum létu ráðamenn rýma borgina.  En sem betur fór var Gústi kraftminni en Kata og allt mun í góðu lagi vestur þar.

Loksins fær liðið að pústa
því ljóst er hann varla mun rústa
Orleans borg
þó blási um torg:
Það er burt allur vindur úr Gústa.

Það blása líka frískir vindar um rebúblikana þessa dagana því nú er fundið varaforsetaefni.  McCain tilkynnti að hann hefði valið Söru Palin ríkisstjóra í Alaska til að vera sér við hlið. 

Gæinn er alls ekki galinn
hin geðþekka Sara var valin
Með skolleita lokka
skvísa með þokka
og skelegg er trúi ég Palin.

Greinilega hörkukvendi því hún eignaðist fimmta barn sitt í apríl og var mætt til vinnu þremur dögum síðar! 

Í erlendum fréttum er það einnig helst að Formúlukappinn Michael Schumacher var tekinn fyrir of hraðan akstur.  Hann var ekki á braut heldur á götu og fór víst vel yfir leyfileg mörk.  Nú fara fyrir lítið rök þeirra sem vilja koma upp kvartmílubrautum fyrir hraðakstursmenn svo þeir geti fengið útrás á þess að valda vegfarendum hættu.  Þessi gaur ætti að fá nóga útrás í vinnunni og þess vegna að geta ekið sómasamlega heim.

Í kollinum megið þér klór‘ yður
því hvimleiður er þessi ósiður;
að aka of hratt
og yfir mig datt
að iðki slíkt Mikael Skósmiður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband