18.9.2008 | 23:24
Uppgjafartónn
Uppgjafartónn? Já kannski í mér en ekki í Geir. Hann sagði í dag að krónan myndi styrkjast en þá var hún búin að falla um 2% tvo daga í röð - að minnsta kosti. Ég veit ekkert í minn haus en frasinn góði um "skammvinna verðbólguskotið" er orðinn lúinn. Skammvinnt? Já svona miðað við jarðsöguna.
Á Íslandi er ýmislegt rotið
eyðilagt, gallað og brotið.
Endist það eitt
sem hata menn heitt;
skammvinna verðbólguskotið.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.