22.9.2008 | 22:58
Bankablús
Við Íslendingar vöknuðum upp við það í morgun að Kaupþing-banki er ekki lengur í eigu okkar eigin kapítalista. Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá konungsríkinu Quatar er orðinn þriðji stærsti hluthafi í bankanum á eftir vini sínum og veiðifélaga Ólafi Ólafssyni. Frábært.
Ég hélt það í fyrstunni feik
eða fjölmiðlar komnir í leik
en sannlega rétt
reyndist sú frétt:
Að Kaupþing var keypt upp af sjeik.
Ekki eru þetta þó einu fréttirnar úr bankaheimum í dag. Það fréttist nefninlega líka að nú ætti loks að sameina Glitni og Byr. Samnngaviðræður standa að vísu enn yfir en ég vænt þess að þeim ljúki með því að lögð verði niður fjölmörg útibú og þeim lægst settu sagt upp samkvæmt kennslubókum í hagræðingu.
Um útibú standa mun styr
og stapp eins og oftsinnis fyr
Missa nú vinnur
miðaldra kvinnur
er Glitnir hann gleypa mun Byr.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.