Lögguhasar

Fátt veit ég um löggur og lögreglustörf suður með sjó.  Hitt tel ég mig vita, að ef Björn Bjarnason vill losna við sitjandi lögreglustjóra þar, þá sé töluvert í þann lögreglustjóra spunnið.  Enda kom í ljós að þegar Jóhann Benediktsson lögreglustjóri sagði starfinu lausu þá völdu þrír eða fjórir undirmenn hans að fylgja honum.  Einhverjum hefði slíkt vakið ugg en ekki Birni - hann talar bara um að nú þurfi að fylla í skörðin.

Fáránleg finnst mönnum gjörðin
að flæma burt lögregluvörðinn.
Brosir þó breitt
Björn út í eitt
og býst til að „fylla í skörðin“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband