25.9.2008 | 00:07
Lögguhasar
Fátt veit ég um löggur og lögreglustörf suður með sjó. Hitt tel ég mig vita, að ef Björn Bjarnason vill losna við sitjandi lögreglustjóra þar, þá sé töluvert í þann lögreglustjóra spunnið. Enda kom í ljós að þegar Jóhann Benediktsson lögreglustjóri sagði starfinu lausu þá völdu þrír eða fjórir undirmenn hans að fylgja honum. Einhverjum hefði slíkt vakið ugg en ekki Birni - hann talar bara um að nú þurfi að fylla í skörðin.
Fáránleg finnst mönnum gjörðin
að flæma burt lögregluvörðinn.
Brosir þó breitt
Björn út í eitt
og býst til að fylla í skörðin.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.