28.9.2008 | 22:06
Íþróttafréttir
Í dag var hlaupið hið árlega Berlínarmaraþon. Þar tóku þátt hlauparar alls staðar að úr heiminum og glímdu við þessa miklu hlaupaþraut.
Ég fylgdist aðeins með, bæði af því að ég var þarna í fyrra og ekki síður af því að ég á vini sem voru í þátttakendahópnum í ár. Ég lagði áhugasöm því við eyrun þegar íþróttafréttir voru sagðar í dag í RÚV. En það var ekkert minnst á hlaup í hádeginu, ekkert klukkan fjögur og það var ekki fyrr en í kvöld að sagt var frá því að hlaupið hefði heppnast með ágætum og að Eþíópíumaðurinn Haile Gebreselassie hefði bætt metið sitt frá í fyrra um heila mínútu! Hinsvegar var allt fullt af boltafréttum, fréttum af golfmótum út í heimi og aðstoðarökumönnum í einnhverri rallkeppni.
En sem sagt - Haile Gebreselassie sigraði annað árið í röð og sló eigið met frá því í fyrra eins og fyrr segir.
Hann er biksvartur vafalaust bassi-
og bara hægt að mynda hann með flassi.
Marga hann kætti
er metið hann bætti
í maraþon; Gebreselassie.
(Já ég veit um Gunnlaug Júlíusson sem var að hlaupa 250 km en kýs að láta það liggja milli hluta hér).
Ég fylgdist aðeins með, bæði af því að ég var þarna í fyrra og ekki síður af því að ég á vini sem voru í þátttakendahópnum í ár. Ég lagði áhugasöm því við eyrun þegar íþróttafréttir voru sagðar í dag í RÚV. En það var ekkert minnst á hlaup í hádeginu, ekkert klukkan fjögur og það var ekki fyrr en í kvöld að sagt var frá því að hlaupið hefði heppnast með ágætum og að Eþíópíumaðurinn Haile Gebreselassie hefði bætt metið sitt frá í fyrra um heila mínútu! Hinsvegar var allt fullt af boltafréttum, fréttum af golfmótum út í heimi og aðstoðarökumönnum í einnhverri rallkeppni.
En sem sagt - Haile Gebreselassie sigraði annað árið í röð og sló eigið met frá því í fyrra eins og fyrr segir.
Hann er biksvartur vafalaust bassi-
og bara hægt að mynda hann með flassi.
Marga hann kætti
er metið hann bætti
í maraþon; Gebreselassie.
(Já ég veit um Gunnlaug Júlíusson sem var að hlaupa 250 km en kýs að láta það liggja milli hluta hér).
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.