Óáran og óréttlæti

Það er óréttlátt, en passar auðvitað við allt annað, að þeir sem minnstan þátt tóku í góðærinu skulu finna mest fyrir því þegar því er lokið.  Hópuppsagnir verkamanna eru hafnar þó þeir hafa fæstir ekið um á tíu milljón króna jeppum eða verið áskrifendur að öðrum lúxus útrásarliðsins.  Þeir hafa samt margir smitast af velsældinni og sitja uppi með lán sem bara vaxa og vaxa eða krónur til elliáranna sem bara falla og falla.

Í skjólin nú flestöll er fokið
og frábærri gósentíð lokið
Lífskjörin hrapa
launamenn tapa
og fá kreppuna ofan í kokið.

Ekki er nóg með að það frysti á peningamörkuðum heldur hefur snjóað um land allt í dag og í gær.  Nú síðast í Reykjavík í kvöld.

Á Íslandi komin er kreppa stór,
klárast mun olía, hækka bjór.
Og ofan á allt
er allflestum kalt
því land hylur óvenju snemma snjór.

(Þetta með olíuna var haft eftir yfirmanni hjá olíufélaginu N1 meðan fjárlagafrumvarpið er með gömlum brag og þar á að hækka bjórinn til að mæta útgjöldum).


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ætli þeir séu að búa sig undir væntanlegt olíuleysi með þessum hækkunum annan hvern dag 9 krónur í fyrradag 5 krónur í dag, hvað verður á sunnudag.?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.10.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Segðu

Jóna Guðmundsdóttir, 5.10.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband