8.10.2008 | 23:53
Bjarmalandsför
Skelfileg tíðindi halda áfram að gerast í bankaheimi allra landsmanna og við sem áttum engan þátt í útrásinni fáum nú að vera með. Við eigum nú að sýna skilning og snúa bökum saman. Það væri svo sem í lagi ef bullið í Stjórnarráði og Seðlabanka héldi ekki bara áfram að aukast. Nú er það rússagullið.
Áfram er ástandið bara bull
þó til bjargar nú stari á Rússagull
Davíð og Geir
sem geta ekki meir
og í geitarhús fara því eftir ull.
Auðvitað veit ég að það eru til peningar þarna austurfrá (ekki eyða þeir svo miklu í alþýðu manna) en ég spái því að því fylgi kvaðir sem ekki einu sinn Geir getur gengið að. Og munum: Æ sér gjöf til gjalda.
Þó til Rússanna væflist nú valdamenn
ég er vissum að langfæstir halda menn
að góðmennska rútín-
a gerist hjá Pútín
Nei víst er: Hann gjöf sér til gjalda enn.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jájá, eins og eitt gáfumennið (D) lét hafa eftir sér: Nú þurfum við að snúa bökum saman og ganga fram veginn.
baun (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.