Bjarmalandsför

Skelfileg tíðindi halda áfram að gerast í bankaheimi allra landsmanna og við sem áttum engan þátt í útrásinni fáum nú að vera með.   Við eigum nú að sýna skilning og snúa bökum saman.  Það væri svo sem í lagi ef bullið í Stjórnarráði og Seðlabanka héldi ekki bara áfram að aukast.  Nú er það rússagullið.

Áfram er ástandið bara bull
þó til bjargar nú stari á Rússagull
Davíð og Geir
sem geta ekki meir
og í geitarhús fara því eftir ull.

Auðvitað veit ég að það eru til peningar þarna austurfrá (ekki eyða þeir svo miklu í alþýðu manna) en ég spái því að því fylgi kvaðir sem ekki einu sinn Geir getur gengið að.  Og munum:  Æ sér gjöf til gjalda.

Þó  til Rússanna væflist nú valdamenn
ég er vissum að langfæstir halda menn
að góðmennska rútín-
a gerist hjá Pútín
Nei víst er: Hann gjöf sér til gjalda enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jájá, eins og eitt gáfumennið (D)  lét hafa eftir sér:  Nú þurfum við að snúa bökum saman og ganga fram veginn.

baun (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband