Sagan endalausa

Nú er svo komið sögu að ekkert kemur okkur á óvart lengur.  Bankamálin halda áfram að vefja upp á sig og í nótt var Kaupþing banki tekinn yfir af ríkinu - bankinn sem allir sögðu svo sérlega traustan og ríkan af eigin fé.  Margir kenna Davíð um þessa atburðarás - það var að minnsta kosti hann sem sagði í Kastljósi "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum" en þau orð urðu til þess að Bretar flykktust í þúsundavís í útibú Kaupþings og tóku þar út alla sína aura:

Allur lýður er skjálfandi og skekinn
því í skyndingu bankinn var tekinn.
Þrá menn nú heitt
að heyra það eitt
að hinn ruglaði Davíð sé rekinn.

En því miður - hann situr sem fastast og fer hvergi meðan Ingimundur aðstoðarbankastjóri er kominn í veikindaleyfi og hinn aðstoðarbankastjórinn, Eiríkur er sagður slappur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband