Kreppurím

Við Íslendingar erum ekki efst á vinsældarlista umheimsins þessa dagana.  Eftir bankahrunið erum við komin í illdeilur við allt og alla að því er virðist. 

Við erum samt ekki af baki dottin og enn sannfærð um að við eigum heima í Öryggisráði hinna sameinuðu þjóða.   Verst er að fyrir kreppuþjóð er dýrt að vera í framboði en það var leyst í gær þegar okkar fólk í NY bakaði pönnukökur ofan í gesti og gangandi.

Frá útlenskum afleita dóma

fær Ísland ef ber það á góma.
Við gagnrýni mætum,

geðheilsu bætum

og gefum þeim pönnsur með rjóma.

Kreppan á sér margar birtingarmyndir.  Þannig hurfu nokkur tonn af þakjárni af byggingarstað á Hólmsheiði hér eina nóttina.  Það fannst síðan næsta dag á bak við hús í Hafnarfirði - og hafði víst ekki verið flutt þangað með Herjólfi!

Að gaman í kreppunni kárni
er kýrskýrt og stela nú járni

óprúttnir bófar
og bíræfnir þjófar
en alls ekki greyið hann Árni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband