14.10.2008 | 23:45
Sorgarfréttir
Ég tók merkilega nærri mér þá frétt í fjölmiðlum dagsins að Japanar hefðu afþakkað heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fyrirhuguð var á allra næstu dögum.
Venjulega er ég ekki mikið að spá í ferðalög þessara spilara en mér finnst þyngra en tárum taki þegar Japanir eins og segir í fréttinni vísuðu til þess "að ástandið á Íslandi væri það slæmt að hljómsveitinni væri ekki treystandi fjárhagslega". Skelfilegt. Þarna rætist það sem menn hafa verið að segja: Orðspor okkar erlendis er verra en slæmt - við erum vanskilafólk sem ekki er gott að hafa mikið saman við að sælda.
Það tók skamman tíma að skapana;
þá skoðun að meistarar glapanna
sig helst skuli heima
halda og gleyma
því heimboði´ er fengu til Japana.
Jæja þeir missa þá bara af Síbelíusi í þetta sinn - en mig minnir að ég hafi heyrt að hljómsveitin hafi verið búin að æfa hann aftur og fram að kröfu Japananna.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.