Ferðasögur

Ferðasögur Íslendinga sem bregða sér úr landi eru eilítið með öðrum blæ þessa dagana en oft áður.  Til skamms tíma þótti helst fréttnæmt hvað þeir hefðu gert góð kaup og mikil en eftir síðustu helgi fréttist einna helst af fólki sem lenti í útistöðum við afgreiðslufólk í búðum og bönkum. 

Þannig voru konur reknar með látum út úr töskubúð á Strikinu í Kaupmannahöfn þar sem þær voru sárasaklausar að kíkja á söluvarninginn og einhverjir fengu kreditkortin sín klippt í sundur þegar þeir hugðust greiða með þeim í búðum.  Óskemmtileg lífsreynsla að ekki sé meira sagt.

Þó hún valdi‘ ekki bráðum bana
mér finnst bölvanleg framkoma Dana:
Konunum prúðum
þeir kasta‘ út úr búðum
en bráðum kemst slíkt víst í vana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband