Spá sem mark er á takandi

Það er fátt að frétta af þjóðarskútunni íslensku sem á líkingamáli pólitíkusa þessa dagana er bæði strand og líka að brenna.  Björgunarstörf ganga illa og ekki síst þar sem siglingafræðingurinn og/eða slökkviliðsstjórinn fæst ekki til að játa sig sigraðan.  Hann á sér þessa dagana formælendur fáa og reyndar eru sjálfstæðismenn svo hræddir að þeir þora ekki að taka sér nafn hans í munn og þar með alls ekki að reka hann.  Þetta  minnir allt svolítið á Harry Potter og þann sem ekki mátti nefna í þeirri góðu bók.

Ein kona stendur þó með sínum manni.  Það er aðdáandi númer 1; Sirrý spákona sem var í viðtali í einhverju blaði um daginn.  Hún sér bara rósrauðan bjarma í kúlunni eða spilunum og er sannfærð um að framundan séu góðir tímar fyrir Davíð og þar með vonandi líka fyrir skósvein hans.

Það er della og dæmalaus firr‘ í
að Davíð sé  bankanum kyrr í
þó  bara hann einn
nú Hólm- styðji –steinn
og staffírug spákonan Sirrý




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Innlitskvitt. Góð að vanda.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 20.10.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Takk Ari
Reyndar verður maður nú nær kjaftstopp svona í öllu ruglinu þessa dagana...
Jóna

Jóna Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband