Hetjur og harðjaxlar

Huggulegar myndir á netmiðlum kvöldsins af Hreiðari bankastjóra að kveðja Kaupþingsmenn.  Þeir vita fæstir enn hvort þeir haldi vinnunni en hann veit að hann er tryggur um aldur og ævi með eignir þær og fjármuni sem hann er búinn að sanka að sér í okkar boði síðustu árin. 

Hann virtist hraustur og hress
Hreiðar og laus við allt stress:
Nú aurana telur,
fjármuni felur
og við Frónið hann segja mun bless.

Það er að minnsta kosti mín spá að hann og fleiri feti í fótspor Bjarna Ármannssonar, komi sér með aurana úr landi og leggi fyrir sig krosssaum eða annað föndur í landi þar sem börnin fá skólagöngu sem hæfir og læknisþjónusta og þessháttar er í góðu lagi.  Í gær greindi Mogginn frá því að nú fá langveikir á  Íslandi bara afgreidd lyf til eins mánaðar í einu - í stað þriggja áður!


“Það kemur ekki til greina að persónugera þann vanda sem við er að fást í þeim þremur mönnum sem sitja í stjórn Seðlabankans" sagði hann Geir í kvöld í Kastljósi en meinti; Sorry krakkar; ég þori ekki í Davíð ennþá.

Óhæfur reynist ráðherrann
sem rekur ekki þann undirmann
hvers tími er búinn
trausti er rúinn
og alþýða tekin að hata hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband