Fimmti flokkur KR í hættu?

Ég var að lesa viðtal Agnesar Bragadóttur við Björgólf eldri í Sunnudagsmogganum.  Honum er þar stillt upp sem fórnarlambi sem á enga sök á málum.  Samt eruð það Icesave-reikningarnir sem möluðu honum gull um tíma sem munu binda okkur á skuldaklafa um ófyrirsjáanlega framtíð. 

Í þessu viðtali nefnir hann að hugsanlega geti hann í framtíðinni unnið við að þjálfa fimmta flokk KR?  Takk fyrir - ætli börnin séu þjálfaralaus?  Og því skyldu foreldrar í Vesturbænum treysta þessum manni fyrir því dýrmætasta sem þeir eiga; börnunum sínum?  Ekki stóð hann sig svo vel í því að sjá um aurana okkar eða reka skipafélag.

Ég var hneyksluð á frekum og frökkum
fjárglæframanni sem þökkum
við gjaldþrot og nauð
en galvaskur bauð
að hann fótbolta kennt gæti krökkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband