Stelpa í strákaleik

Mér fannst eins og mörgum öðrum, bæði konum og körlum, ágætt að tveir af þremur hinna nýju bankastjórum landsins væru konur.  Ég var með hagsýnar og samviskusamar húsmæður í huga og þóttist viss um að þær hefðu engan þátt átt í spillingu og bulli innan gömlu bankanna.

En svo rak ég augun í kvöld í frétt sem mun hafa birst á Stöð 2 í gærkvöld.  Birna Einarsdóttir, hinn nýji bankastjóri Glitnis hafði keypt hlutafé í gamla Glitni fyrir 200 milljónir ÁN þess að greiða krónu.  Hún lifði síðan í vissu mánuðum saman um að hún ætti allt þetta hlutafé og það var ekki fyrr en hún mætti á hluthafafund sem í ljós kom að kaupin höfðu aldrei gengið í gegn; eðlilega því hún borgaði ekki krónu. Eða eins og segir í frétt á  visir.is

"Þann 29. mars á síðasta ári barst Kauphöllinni tilkynning um að Birna hefði keypt í gegnum einkahlutafélag sitt Melkorku, sjö milljón hluti í bankanum á genginu 26,4 eða fyrir 190 milljónir króna. Næstu 11 mánuðina hélt Birna að hún ætti hlutinn eða þar til hún mætti á hluthafafund þann 20. febrúar síðastliðinn, en þá var eignarhlutur Birnu hvergi á skrá. Kaupin gengu aldrei í gegn segir hún og kannski ágætt fyrir hana þar sem gengi bréfa í bankanum hafði hrunið og var komið í 18,15".

Ef ég hef skilið framhaldið rétt þá átti hún að borga með framtíðargróða af bréfunum en ég hlýt að hafa misskilið eitthvað?  En ef þetta er rétt þá er þessi kona alveg óhæfur bankastjóri - ekki bara voru viðskiptahættirnir skrítnir heldur athyglisgáfan engin, að fylgjast ekki betur með. 

Best er frá botninum spyrna
en blómið það reyndist með þyrna:
Milljónum eyddi
þó eyri´ ekki greiddi
og engu því tapaði Birna.

Hefði ekki verið best að fara í þjóðskrána og finna bankastjórana með því að loka augunum og benda á nöfn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Tek undir þetta með þér, ég hef alltaf verið þess fullviss að kvenfólk gæti ekki síður en karlmenn haft bankastjórn með höndum, og miða ég þá við okkar hagsýnu húsmæður ( Mér er full alvara), heimilin í landinu hafa verið rekin meira og minna af húsmæðrum og það hefur lukkast vel. En dæmið um áður nefndan bankastjóra, sýnir að það er alltaf hætta á skemmdum eplum í tunnunni. Mér leist strax illa á þessa konu þegar hún kom í viðtalið í sjónvarpinu, og svaraði fréttamanninum því að laun hennar væru einkamál. Var hún ekki hluti af spillingaliðinu ?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Tek undir þetta með þér, ég hef alltaf verið þess fullviss að kvenfólk gæti, ekki síður en karlmenn haft bankastjórn með höndum, og miða ég þá við okkar hagsýnu húsmæður ( Mér er full alvara), heimilin í landinu hafa verið rekin meira og minna af húsmæðrum og það hefur lukkast vel. En dæmið um áður nefndan bankastjóra, sýnir að það er alltaf hætta á skemmdum eplum í tunnunni. Mér leist strax illa á þessa konu þegar hún kom í viðtalið í sjónvarpinu, og svaraði fréttamanninum því að laun hennar væru einkamál. Var hún ekki hluti af spillingaliðinu ?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband