Hæfi og vanhæfi

Alltaf er eitthvað nýtt úr spillingadeildinni sem kemur á óvart.  Þetta las ég í mbl.is í dag:  "Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja, í aðdragandanum að falli þeirra."  og í framhaldinu segir:   "Sonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni."

Í lok fréttarinnar er svo vitnað í Björn Bjarnanson sem gefur þessum mönnum sjálfdæmi í að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi eða eins og segir á mbl:   "Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. „...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni,“ sagði Björn."

Ljóst er nú tekur að loga
um land allt og skrýtið að voga
sér skuli Björn
að bruna í vörn
og verja þá Valtý og Boga. 

En kannski er öllum sama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Vandséð í hvaða veröld Björn Bjarnason lifir, og þó, hefur mottó sjálstæðismanna ekki alltaf verið flokkurinn og völdin No 1. Öll meðul leyfileg.

Reyni að passa mig á senda þetta ekki aftur: "Tæknileg mistök"

Kveðja AG

Ari Guðmar Hallgrímsson, 31.10.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Tæknileg mistök geta verið af ýmsu tagi - þessi eru af skárra taginu.
Kv-Jóna

Jóna Guðmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband