Á lokametrunum

Vondar fréttir eru orðnar svo alvanalegar í fjölmiðlum að maður þorir varla að vona að morgundagurinn beri í skauti sér gleðifrétt.  Þar er ég auðvitað að hugsa um kosningarnar í henni Ameríku fyrir vestan.


Kosningakannanir  telja að Obama sé öruggur sigurvegari en ég þori ekki að trúa því fyrr en fulltalið verður í Flórida.  Það hefur komið illa við mig síðustu daga þegar spekúlantar spá í þann möguleika að hvítir kjósendur guggni á að velja svartan mann þegar þeir eru staddir  í einrúmi kjörklefans.  Vonandi er það nú bara bull og vonandi verður Obama kosinn með glæsibrag í nótt.

Mér er auðvitað alls ekki sama
en óttast að stefni í drama
ef á hólminum frjósa
og hvítan mann kjósa
þeir sem kokhraustir studdu Obama.

Ég held ég ráði samt ekki við að vaka í nótt - mér þykir of gott að sofa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það er greinilegt að þér var óhætt að halla þér. Þetta var glæsilegur sigur. Og eitt er víst að hann getur aldrei orðið lakari  heldur en fráfarandi forseti.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 5.11.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband