10.11.2008 | 22:17
Skápahreingerning
Í mogganum í dag segir að Sara Palin hafi eytt helginni í að fara í gegnum fataskápinn til að sortera hvað hún ætti og hvað væri flokksins. Hún mun hafa eytt 20 milljón úr sjóðum flokksins til að kaupa föt og nú vill flokkurinni endurnýta spjarirnar - eðlilega.
Mér finnst þessar 20 milljónir dálítið mikið miðað við að konukindin leit nú alltaf út eins og hún væri í fötum úr geymslu einhverrar eldri frænku með lélegan smekk - en það geta hafa verið dýrar spjarir engu að síður.
Í kosningum var ekki valin
og víst er því pirruð og kvalin:
Fjörinu lýkur
og láns- þarf nú flíkur
að láta af hendi frú Palin.
Svo fer maður að spá í hvað Repúblikanaflokkurinn hafi að gera við þetta dót?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.