Mannraunir

Hann var heldur klaufalegur Bjarni Harðarson framsóknarþingmaður þegar hann ætlaði að framsenda aðstoðarmanni sínum níðbréf sem honum hafði borist um flokksystur sína Valgerði Sverrisdóttur.  Bréfið sem var skrifað af norðlenskum sveitamönnum fór óvart beint á alla fjölmiðla landsins og vakti að sjálfsögðu mikla athygli.

Hann bandaði hægri hendi
eins og heilögum refsivendi.
Ýtti á takka
í fáti;  lét  flakka
og fjölmiðlum bréfkornið sendi.

Bjarna brá og það sem meira er; hann sagði af sér þingmennsku.  Ég skil nú ekki alveg af hverju; ekki er refsivert að kunna ekki að senda tölvupóst og það að framsóknarmenn hnýti hver í annan er nú svo sem ekkert nýtt?  En nú er hann sem sagt úti í kuldanum.

En annar maður er að koma inn úr kuldanum.  Það er hinn geðþekki (!) ríkisstjóri  Californíu, Arnold Schwarzenegger, sem um hríð hefur komið að læstum svefnherbergisdyrum og þurft að sofa á stofusófanum.  Ástæðan er pólitík - konan hans sem er af Kennedyættum styður Obama og gat ekki hugsað sér að dreifa kröftunum í kosningabaráttunni með því að sænga hjá stuðningsmanni McCain.  En nú er búið að kjósa og búið að taka úr lás.

Vont það að ganga á vegg er,
það  vitlaust í margan segg fer.
En sáttur við frúna
í sænginni núna
er Arnaldur Schwarzen-Egger.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband