12.11.2008 | 23:41
Nýir og gamlir vinir
Heldur finnst mér nú aumt hjá Ólafi Ragnari að hnýta í vini okkar á Norðurlöndum svona á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur ekki lært vísuna sem ég lærði barn en fyrri hendingin var:
"Gleymdu ekki gömlum vin,
þó gefist aðrir nýjir".
Ekki það að þessir nýju séu nokkuð sérlega fastir í hendi. Það er fátt að frétta af Rússum og Kínabréf Geirs er sjálfsagt enn í flokkunarstöð Íslandspósts uppi á Höfða og fer með jólakortunum um mánaðarmótin.
En Óla er náttúrulega vorkunn. Fáír þurfa að breyta lífsstílnum meira. Engir skreppitúrar með þotuvinunum og engar útrásarveislur. Bara hann og Dorrit heima að spila Lúdó.
Hann var alltaf á einlægu spani
eins og útrásarhetju er vani.
Nú heima er leiður
já, heilmikið reiður
og hundskammar Svía og Dani.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.