Framsóknarraunir

Guðni var góður í dag þegar hann stal athyglinni frá Geir og Ingibjörgu sem héldu blaðamannafund um skilmála alþjóðagjaldeyrissjóðsins og framtíðarhorfur okkar allra.  Guðni notaði daginn til að segja upp í vinnunni og þakka fyrir 20 ár á þingi.

Fjölmiðlar hafa auðvitað velt fyrir sér hvað veldur þessari uppgjöf Guðna.  Margar skýringar eru nefndar en ég á mína eigin.  Ég held að hann hafi verið hræddur um að eftirlaunalögin yrðu felld úr gildi og viljað vera kominn á þessi eftirsóttu eftirlaun áður en af því yrði.

Landsmenn í Guðna‘  ekki botna baun
sem bugaður virðist í formannsraun.
En ástæðan er
einkum og sér
að óskert  hann taka vill eftirlaun.

Reyndar heyrði ég í kvöld að flokksfundur Framsóknar um helgina hefði tekið Guðna svo fyrir að honum hafi ekki verið stætt á því að halda áfram sem formaður.  Það er nú jafnvel enn sennilegri skýring en græðgi hans í eftirlaun í heimsklassa.  En nú er hann farinn og þó að mér hafi nú aldrei litist sérlega vel á Guðna líst mér síst betur á Valgerði sem nú tekur við.

Ljóst er að formanninn færðu‘ í kaf
flokksmenn svo vald‘ann að stinga af.
Nú sest í hans stól
flagð það og fól;
Vala sem bankana vinum gaf.

Hún var jú viðskiptaráðherra og þar með einkavæðingaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar eru góðar!

Ég get ekki sagt mér finnist eftirsjá af Guðna. Hins vegar myndi ég, sem einn af fjölmörgum atvinnurekendum hans, þiggja skýr svör um ástæðu uppsagnarinnar. En okkur skrílnum ætti svo sem að vera orðið ljóst að fátt virðist koma okkur við, hvernig svo sem á því stendur..

Frú Sigurbjörg (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband