Þessi færsla er í boði IMF

Jæja þá er IMF-lánið í höfn skv. frétt á mbl. nú seint í kvöld.  Með því skilst mér fylgi svo meiri lán eða lánalínur frá vinum okkar og frændum - þessum sem við höfum verið að senda tóninn upp á síðkastið.  Það er auðvitað grábölvað að þurfa að taka öll þessi lán en í mínum huga var aldrei efi á því að við þyrfum að standa við tryggingar á ICEsave reikningunum þó að Davíð segði að við borguðum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum.  Og þrátt fyrir orð hans og kannski að hluta til þeirra vegna erum við nú komin á skuldaklafa til langrar framtíðar og höfum sett börn okkar og barnabörn að veði.

Vísast þinn vaxa mun hróðurinn
er verðurðu skuldsettur góðurinn:
Upp lyftist geð
þegar á í þér veð
alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.


En að öllu gamni slepptu þá er bara að vona að við sem þjóð eigum eftir að öðlast virðingu og skilning á alþjóðavettvangi að nýju. Ekki vorkunnsemi og ekki óttablandna virðingu eins og borin var fyrir óprúttnum útrásarvíkingum, heldur virðingu sem þátttakendur í samfélagi þjóðanna með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem slíkri þátttöku fylgja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband