25.11.2008 | 23:27
Sirkus Geira Smart
Geiri Smart er í umræðunni í dag. Í fyrsta lagi vegna myndbands frá í fyrra sem sýnir hann rífast eins og fúla gelgju við fréttamann í vinnunni. Þetta myndband hefur farið víða en nú er það komið aftur þangað sem það á heima - í gagnaeyðingu RÚV. Menn geta þó enn séð það á ýmsum bloggsíðum og margir eru þeirrar skoðunar að þetta sýni nýja hlið á norska skógarkettinum.
Ljóst er að margur svo metur
að mátt hefði stilla sig betur
ráðherrann Geir
er tókust á tveir;
hann og svo prúðmennið Pétur.
(Ég er reyndar ekki alveg hlutlaus í þessari einkunagjöf).
Í sjónvarpinu í kvöld var svo Geir á dagskrá. Reyndar var Mr. Bjarnason stríðsherra að tala úr ræðustól Alþingis og ekki bara að verja stjórnina heldur að kenna Steingrími J um allt sem miður hefur farið síðan land byggðist, heyrðist mér helst. Grímsa hitnaði í hamsi og klagaði í Geir og einhverjir sögðu að hann hefði tekið svo fast í öxl honum að kalla mætti högg.
Fokreiður Steingrímur starði
er stjórnina Bjarnason varði:
Reiddist svo meir,
rauk upp að Geir
og í öxlina bylmingshögg barði.
Þessu harðneitaði reyndar Geir og hló við.
Loks varð sá sorglegi atburður að Geir missti eina manninn sem hann hefur ná nokkru sambandi við síðustu misserin; Björn Ríkarður hinn norski gafst upp á íslenska svartnættinu og vondum mat í stjórnarráðinu og fór heim.
Björn Richard hann gafst upp á Geir
hann gat ekki, sagði hann meir:
Nå rejser jeg hjem,
gi kona din klem
og í hendur svo tókust þeir tveir.
Og nú getur Bjössi aftur farið að grilla með nágranna sínum og fyrrum vinnuveitanda, því næsti nágranni hans á Snaröya rétt fyrir utan Osló er hinn fjölhæfi Bjarni Ármannsson.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar!
Frú Sigurbjörg (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:42
Takk fyrir það frú Sigurbjörg
Jóna Guðmundsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.