27.11.2008 | 23:34
Gjaldeyrislán og lukka
Nú eru víst að koma krónurnar að westan. Þær verða notaðar til að koma krónunni á flot eins og sagt er, hvernig sem það kemur nú til með að ganga.
Er krónuræfillin kemst á flot
mun kreppan magnast og óðagot
verða um hríð
og verðbólgutíð
sem áfram mun stefna þjóð í þrot.
Þess er nú kannski heldur svartsýn - ég ætti heldur að huga að eigin hag. Ef krónan fellur erum við gjaldeyriseigendur í góðum málum. Ég gæti til að mynda selt dollarana mína og keypt mér eitthvað fallegt, jafnvel nýja skó.
Nú krónan fer fljótlega að falla
því fljóta gerir hún valla:
Ég dollara á,
ætti ég þá
að selja samstundis alla?
Reyndar eru þetta nú ekki nema 160 dollarar og þar að auki Hong Kong dollarar svo ég fæ varla nema sokka.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.