Kaup og kjör

Um miðjan dag í gær var mikið fjölmiðlauppþot þegar hópur fólks stakk sér inn í Seðlabankann að loknum mótmælafundi á Arnarhól.  Ég hafði kíkt við á fundinum en var farin heim því ég hafðist ekki við fyrir kulda - annars hefði ég örugglega troðist inn í bankann til að hlýja mér á tánum.

Það var þrautseigja og kjarkur í þankanum
hjá þessum sem mótmæltu‘ í bankanum.
En svikinn var skarinn
því skröggur var farinn
já frakkinn var horfinn af hankanum.

Merkilega stuttur vinnutími hjá yfirbankastjóranum svona á þessum síðustu og verstu - klukkan var ekki einu sinni orðin fjögur.

Það var orðið langt síðan Geiri smart hafði haldið blaðamannafund þegar hann skellti einum á í hádegninu.  Þar var reyndar fátt að frétta nema honum virtist létt þegar hann tjáði okkur að það varðaði við lög að lækka laun ráðamanna eða sú væri niðurstaða kjararáðs. 

Geiri þykist  ekki‘ í því botna baun
en ég býst við að fargi og þungri raun
sé af honum létt
síðan lak út sú frétt
að kjararáð megi‘ ekki  lækka laun.

Þetta er náttúrulega spurning um vinnutíma - það mætti gjarnan hýrudraga Davíð fyrir að fara heim á hádegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband