4.12.2008 | 22:24
Prentsmiðjudanska
Venjulega er ég mikill morgunhani. Ég vakna snemma og dríf mig kát fram úr til að takast á við daginn. En ekki í morgun. Ég vaknaði reyndar snemma og eins og aðrir landsmenn við hótanir Davíðs Oddssonar um að ef og þegar hann yrði rekinn úr Seðlabankanum þá hygði hann á endurkomu í stjórnmálum. Það er frá því að segja að ég vildi helst breiða upp fyrir haus og sofa heila öld eins og Þyrnirós; þeir hljóta að hafa skipt um seðlabankastjóra meðan hún svaf?
Gleðifrétt Davíðs var birt í dönsku blaði; Fynsk stiftstidende sem er blað sem enginn hafði heyrt um fyrr en í morgun - nú þekkjum við það jafnvel betur en hið sívinsæla uppflettirit fréttamanna Jyllandsposten.
Nå ridderen kommer ridende
og rabler i vej på flydende
dansk, men har nok
gået amok
med sin fabel í Fynske tidende.
Þegar ég hafði safnað kjarki og var komin til vinnu las ég um morgunverk Davíðs. Hann hafði sig loks í að mæta hjá viðskiptanefnd Alþingis til að skýra út rugl sitt um að hann vissi hvers vegna Bretar settu á okkur hryðjuverkalög þarna um daginn. Í ljós kom að hann vissi það auðvitað ekki og því brá hann fyrir sig bankaleynd og neitaði að tjá sig. Magnaður andsk. En hann kom í lögreglufylgd með lífverði - vonandi að enginn fari að skíta sig út á því að leggja hendur á hann.
Sá gamli og grályndi skröggur
nú gjarnan má hirða föggur
sínar og fara
ég segi það bara
með sína lífverði og löggur.
Gleðifrétt Davíðs var birt í dönsku blaði; Fynsk stiftstidende sem er blað sem enginn hafði heyrt um fyrr en í morgun - nú þekkjum við það jafnvel betur en hið sívinsæla uppflettirit fréttamanna Jyllandsposten.
Nå ridderen kommer ridende
og rabler i vej på flydende
dansk, men har nok
gået amok
med sin fabel í Fynske tidende.
Þegar ég hafði safnað kjarki og var komin til vinnu las ég um morgunverk Davíðs. Hann hafði sig loks í að mæta hjá viðskiptanefnd Alþingis til að skýra út rugl sitt um að hann vissi hvers vegna Bretar settu á okkur hryðjuverkalög þarna um daginn. Í ljós kom að hann vissi það auðvitað ekki og því brá hann fyrir sig bankaleynd og neitaði að tjá sig. Magnaður andsk. En hann kom í lögreglufylgd með lífverði - vonandi að enginn fari að skíta sig út á því að leggja hendur á hann.
Sá gamli og grályndi skröggur
nú gjarnan má hirða föggur
sínar og fara
ég segi það bara
með sína lífverði og löggur.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.