Bókarabrögð

Menn hafa verið að bíða eftir viðbrögðum Samfylkingarinnar við bullinu í Davíð alveg síðan í september.  Lítið gerist á þeim vígstöðvum - menn kyngja galli og láta sig hafa það - allt fyrir samstöðuna með Geir.  En ekki Össur.  Hann rís upp á afturfæturnar og lætur ekki bjóða sér þetta bull.  Og hvernig bregst hann við?  Með meira bulli.  Hann hefur látið bóka að Davíð sér ekki að störfum í ábyrgð Samfylkingarinnar.  Bókunin breytir að vísu engu: Áfram situr Davíð í helli sínum og bruggar launráð og áfram sofa landsmenn illa af ótta við næstu útspil hans.  Nema Össur.  Hann sefur rólega enda búinn að bóka manninn úr umferð.

Hann kokhraustur heldur sig klókari
og kænni en flesta, sá djókari.
En í rauninni má
rummungur sá
kallast bleyða og lélegur bókari.

Og svo það sé á hreinu þá þekki ég bara góða bókara - aðrir endast ekki í starfi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var sko eins gott að þú tókst það fram að þú þekkir góðo/n bókara !!  Takk fyrir síðast,  læt í mér heyra eftir prófatörn :)

Hafdís (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband