Gleðilega rest

Það gæti nú litið út eins og jólin hefðu ekki verið ýkja gleðileg hjá mér ef ég játa hér og nú að ég er búin að lesa Forsetabókina  Þrátt fyrir það hef ég átt ákaflega góða daga með mikilli fjölskyldusamveru í tveimur landshlutum og hef ekki yfir neinu að kvarta.

En að því sögðu get ég viðurkennt að milli veisluboða gluggaði ég í bók Guðjóns Friðrikssonar um Ólaf útrásarforseta.  Þetta er skelfilega mikið áróðursrit en mér leiddist ekki lesturinn - þó svo að ég nennti ekki að lesa bókina orði til orðs.  Guðjón kann að skrifa ævisögur enda vanur maður á ferð.


Hann  Guðjón er alltaf í önnum
með ævisögur í hrönnum.
Fölskvalaus trú
á forsetann nú
mun flokka‘ hann  með guðspjallamönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband