Inni- og útifundir

Borgarafundurinn í Háskólabíói í kvöld mun hafa heppnast vel.
Nei ég var ekki á staðnum en með í anda.  Mæti næst.

Þessi fundur rifjar þó upp slæma minningu fyrir samfylkingarstuðningskonu eins og mig. Ég er hér að tala um þegar Ingibjörg Sólrún sagði á samskonar fundi við fullan bíósal af Íslendingum að "þeir væru ekki þjóðin".

Ýmsir þó missi nú móðinn
er mikilvæg baráttuglóðin
sem eigum við mörg
Ingi- þó –björg
segi:  "Þið eruð alls ekki þjóðin".

Annars var það helst í fréttum í dag að hópur fólks mótmælti morðunum á Gaza fyrir framan Stjórnarráðið.  Þvarg íslenskra ráðamanna um það hvort þeir mótmæli, fordæmi eða hallmæli aðgerðum stjórnvalda í Ísrael eru í besta falli kjánaleg og ekki skrítið þó að einhverjir fari af stað og mótmæli.  Ég er svo sem ekkert ýkja hrifin af fólki sem slettir málningu en skil þó að mönnum sé heitt í hamsi.  Mbl. birti myndir af fólki að skúra Stjórnarráðið að utan en ég tel ekki síður þörf á að þvo innviðina og þá sem inni eru:

Skelegg ég vil núna skrifa það
og skal á því máli hér klifa að
með einhverjum ráðum
nú reka þarf bráðum
ráðherrahyskið í þrifabað.

Hyski er annars gamalt og gott orð sem þýðir heimilisfólk eða jafnvel fjölskylda ......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband