19.1.2009 | 23:13
Hvunndagshetja
Siv Friðleifsdóttir ríður ekki feitum hesti frá þingi Framsóknarmanna um helgina. Hún, sem er búin að strita fyrir sitt fólk árum saman fékk ekki einu sinni að vera varaformaður. Einhver hefði farið í fýlu - en ekki hún Siv. Í Mbl. í dag segist hún "alsæl" með nýjan formann og að hún telji að "flokknum hafi verið bjargað".
Hún gæti af ergelsi gargað
því greyinu, henni var fargað
í kosningu í gær
en kokhraust þó hlær
og fullyrðir flokknum var bjargað.
Þetta heitir að kunna að taka ósigri.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.