9.2.2009 | 23:07
Fjölmiðlar dagsins
Stundum verð ég svo svartsýn á vöxt og viðgang þjóðarinnar að mig langar mest að skríða undir sæng og vera þar. Hvernig á maður skilja að unga fólkið kjósi íhaldið til forustu í Háskóla Íslands í nýafstöðnum stúdentakosninum? Eru menn virkilega ekki búnir að fá nóg af nýfrjálshyggju í bili?
Ekki eru heldur góðar fréttir af þeim Bessastaðahjónum. Ég las viðtal við þau sem birst hafði í útlendu blaði og þar hnakkrifust þau fyrir blaðamann. Dorrit segist nú hafa varað við bankahruni og auðvitað vill Ólafur ekki heyra svona bull. Gaman fyrir útlendinga að setja sig inn í þessi mál - svona milli þess sem þeir fylgjast með hvernig okkur gengur að losna við seðlabankastjórann vinsæla.
Góðar fréttir eru hinsvegar þær að Bubbi Morteins ætlar að mæta með Egó (?) á Arnarhól á morgun og reyna að rokka Bubba kóng burt úr ríki sínu. Uppinn Bubbi er að reyna að spóla til baka í öreigann Bubba - vonandi að hann mæti ekki á svæðið í Land Cruisernum sem heyrst hefur að hann aki í boði Toyota.
Við blaðalestur mér hugur hrýs
í háskóla lýðurinn íhald kýs.
Bubbi á jeppa
í bæinn vill skreppa
og í blöðum rífst Dorrit við Óla Grís.
Bubbi hann mætir með fríðan flokk
því fengið mun hafa af Davíð nokk:
Nú vonast menn til að
verði þar spilað
kraftmikið, dúndrandi dauðarokk.
Ekki eru heldur góðar fréttir af þeim Bessastaðahjónum. Ég las viðtal við þau sem birst hafði í útlendu blaði og þar hnakkrifust þau fyrir blaðamann. Dorrit segist nú hafa varað við bankahruni og auðvitað vill Ólafur ekki heyra svona bull. Gaman fyrir útlendinga að setja sig inn í þessi mál - svona milli þess sem þeir fylgjast með hvernig okkur gengur að losna við seðlabankastjórann vinsæla.
Góðar fréttir eru hinsvegar þær að Bubbi Morteins ætlar að mæta með Egó (?) á Arnarhól á morgun og reyna að rokka Bubba kóng burt úr ríki sínu. Uppinn Bubbi er að reyna að spóla til baka í öreigann Bubba - vonandi að hann mæti ekki á svæðið í Land Cruisernum sem heyrst hefur að hann aki í boði Toyota.
Við blaðalestur mér hugur hrýs
í háskóla lýðurinn íhald kýs.
Bubbi á jeppa
í bæinn vill skreppa
og í blöðum rífst Dorrit við Óla Grís.
Bubbi hann mætir með fríðan flokk
því fengið mun hafa af Davíð nokk:
Nú vonast menn til að
verði þar spilað
kraftmikið, dúndrandi dauðarokk.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.