17.3.2009 | 23:29
Allt við það sama
Ekki fóru allir jafnvel út úr prófkjörum helgarinnar. Sumir duttu alveg út en aðrir hanga inni en ekki meira en svo. Einn þeirra sem eiginlega fengu reisupassann er Össur Skarphéðinsson. Ekki vildi nema þriðjungur þeirra sem kusu í prófkjöri Samfylkingarinnar hann í annað sætið - en þangað rataði hann samt því aðrir gáfu ekki kost á sér í það sæti.
Mér finnst að hann ætti nú að þekkja sinn vitjunartíma og segja takk og bless.
Ekki er gæfuleg útreið slík
sem Össur greifi af Helguvík
sæta nú má
og sumir því spá
að hann pass muni segja í pólitík.
En prófkjör eða ekki - sjálftökuliðið er að störfum út um allt. HP Grandi fær fyrsta sæti á ræningjalistanum: Eftir að eigendur gengu á bak kjarasamningum og frestuðu launahækkunum starfsmanna töldu þeir í kassanum og sá að þeir áttu afgang til að greiða sjálfum sér arð. Snilld.
Lítilla sæva og sanda
ég segi eigendur Granda;
arðinn þeir hirða
og einskis þeir virða
almenna starfsmenn í vanda.
Var einhver að tala um "Nýja Ísland"?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.