18.3.2009 | 23:23
Þjóðþrifamál
Mikið að frétta frá Alþingi þar sem enginn má vera að því að sitja fundi þessa dagana. Allir eru komnir í kosningabaráttu og í dag var ekki fundarfært þegar ræða átti þjóðþrifamál eins og kræklingarækt og ferðamannaiðnað á Melrakkasléttu.
Menn það í fjölmiðlum fréttu
að forðuðust þingmenn með réttu (?)
að mæta á fund
og fræðast um stund
um ferðir á Melrakkasléttu.
Fyrir rest varð að senda mann út af örkinni til að sækja þingmenn:
Og enn síður varð í þá klónum krækt
og til kosninga varla frumvarp tækt:
Í sal varð að lokka
fulltrúa flokka
svo kosið þeir gætu um kræklingarækt.
Menn það í fjölmiðlum fréttu
að forðuðust þingmenn með réttu (?)
að mæta á fund
og fræðast um stund
um ferðir á Melrakkasléttu.
Fyrir rest varð að senda mann út af örkinni til að sækja þingmenn:
Og enn síður varð í þá klónum krækt
og til kosninga varla frumvarp tækt:
Í sal varð að lokka
fulltrúa flokka
svo kosið þeir gætu um kræklingarækt.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.