Helgarfréttir

Fréttir helgarinnar eru þær helstar að Spron féll á laugardag.  Þeir sem vitið hafa blogga um að þetta hefðu allir mátt vita lengi.  Það veit ég ekki en svona fréttir koma þó ekki á óvart lengur.

Fréttirnar lesum við lon og don
og löngum er í þeim á hruni von.
Nú í bili þá telst
það trúlega helst
að tók loksins ríkið yfir Spron.

Það hefur sjálfsagt ergt einhvern að Ísland tapaði  fyrir Færeyjum í fótboltaleik um helgina.  Ég verð þó að játa ég mér fannst þetta ekki slæmt.  Gaman fyrir Færeyinga og gott fyrir okkur sem höldum alltaf að við séum betri en við erum á öllum sviðum - líka í boltanum.

Þó geðvondar bullur þær gapi
og gretti og hrylli‘ yfir tapi
ég fullviss þó  er
að fleirum en mér
er færeyskur sigur að skapi.

Við erum vonandi ekki búin að gleyma því að Færeyingar voru með þeim fyrstu til að bjóða okkur aðstoð þegar allt hrundi í haust?

En svo er auðvitað gott að vinna á einvherjum vígstöðvum.  Handboltakarlar fóru í boltaleik við útlendinga og unnu.

Við bros fram í kreppunni kreistum

þegar karlar í stuttbrók og leistum
liprir og glaðir
léttir og hraðir
leika sér knáir að Eistum.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú ert dugleg í limrunum.

Brunnir draumar dauð öll von
djarfir voru glæpir
Líka búið spil hjá Spron
og sparisjóðir tæpir.

Offari, 22.3.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Þessi er frábær!

Kv-Jóna

Jóna Guðmundsdóttir, 24.3.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband